Kennarar, ykkur duga sjúskuð húsgögn, lélegur tækjakostur og vont kaffi Lára Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun