Ekki kjósa! Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 …nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
…nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu!
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar