Flugið Sigurður Hreinsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar