Kjósum valfrelsi Halldór Halldórsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar