Sveifla utan áhrifavalds stjórnmála Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. maí 2014 00:01 Afkoma borgarinnar er góð, hvort heldur sem horft er til A- eða B- hluta samstæðunnar. Fréttablaðið/GVA Afkoma Reykjavíkurborgar getur sveiflast mjög milli ára af ástæðum sem eru utan áhrifavalds stjórnmálanna. Þannig vega lífeyrisskuldbindingar þungt í afkomubata borgarsjóðs (A-hluta reikninganna) umfram áætlanir á síðasta ári. Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar (bæði A-hluta og B-hlutans þar sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki að meirihluta í eigu borgarinnar) verður hins vegar að teljast nokkuð góð, með afgang upp á um 8,4 milljarða króna. Þarna er um að ræða 11,1 milljarðs króna sveiflu frá árinu áður þegar afkoman var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Þá er niðurstaðan 711 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.Birgir Björn SigurjónssonSé einvörðungu horft til rekstrarniðurstöðu A-hluta var afkoman jákvæð um 3.008 milljónir króna á meðan áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 304 milljónir. Þá er niðurtaðan 3.051 milljón króna betri en árið 2012. Þarna skiptir töluverðu máli upphæð gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 159 milljónir króna, en fjárhagsáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir að hún yrði 2.600 milljónir króna. „Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Skuldbindingarnar ráðist hins vegar af tveimur þáttum. Annars vegar sé það hvort lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna hækki, en þær eru beintengdar við laun eftirmanna og fylgi því kjarasamningum. „Og á síðasta ári voru engir kjarasamningar og því ekkert að gerast á þeim vettvangi.“ Hins vegar séu skuldbindingarnar tengdar ávöxtun eignasafnsins sem er að baki. „Og stór hluti af eignasafninu eru skuldabréf sem fengust við sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þessi bréf hafa þannig ávöxtunarskilmála að þeir eru beintengdir við ávöxtunarkröfu á tilteknum degi á Íbúðalánasjóðsskuldabréfaflokki sem er kallaður HFF34.“ Birgir Björn segir að í fyrra hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ávöxtunarkrafan færi neitt upp, frekar en árið þar á undan. „En ávöxtunarkrafan rauk upp á síðustu mánuðum ársins og það svo mjög að eignirnar jukust með þeim hætti að þessi áætlaða gjaldfærsla var 2,4 milljörðum of rúm.“ Birgir Björn segir viðbúið að þróun lífeyrisskuldbindinga verði öndverð á þessu ári, enda hafi áhrif kjarasamningar, auk þess ávöxtunarkrafa eignanna gæti sigið á ný. „Og þannig ástand var nú reyndar bara 2011, annars vegar kostnaðarsamir kjarasamningar og snarlækkandi ávöxtunarkrafa sem gerði það að verkum að við lentum í gjaldfærslu upp á 4,4 milljarða ef ég man rétt.“ Þetta segir Birgir Björn ekki atriði sem stjórnmálamenn eða stjórnendur hjá borginni ráði miklu um, en hafi gífurlega áhrif engu að síður. „Árin 2008 og 2009 voru til dæmis engir kjarasamningar og ávöxtunarkrafan hlaupandi upp allan skalan og þá vorum við neikvæða gjaldfærlu á lífeyrisskuldbindingum þannig að það átti heilmikinn þátt í jákvæðri afkomu þeirra ára,“ bendir hann á. Einn sá þátta sem hafði áhrif til bættrar stöðu B-hluta samstæðunnar var svo breytt reikningsskilaaðferð Félagsbústaða, sem hækkaði eigið fé samstæðunnar um 18,1 milljarða króna. Þessi breyting segir Birgir Björn að hafi þannig áhrif á samstæðuniðurstöðuna að hún batnaði um 1,9 milljarða króna. Séu áhrif lífeyrisskuldbindingar og endurmats eigna Félagsbústaða tekin saman er hlutur þeirra 4,3 milljarðar króna í 8,4 milljarða króna afgangi samstæðunnar. Mismunurinn er 4,1 milljarður. Í tilkynningu borgarinnar um afkomuna er niðurstaða reikninganna sögð sýna að rekstur samstæðunnar sé að styrkjast, auk þess sem fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs sé mikill hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Langtímaskuldir samstæðu Reykjavíkur lækkuðu um 29,2 milljarða króna milli 2012 og 2013 og stóðu í 231,5 milljörðum króna í lok síðasta árs..A og B hluti?Til A-hluta reksturs Reykjavíkurborgar telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Þar á meðal eru Bílastæðasjóður, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Orkuveitan, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sorpa og Strætó. Fréttaskýringar Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Afkoma Reykjavíkurborgar getur sveiflast mjög milli ára af ástæðum sem eru utan áhrifavalds stjórnmálanna. Þannig vega lífeyrisskuldbindingar þungt í afkomubata borgarsjóðs (A-hluta reikninganna) umfram áætlanir á síðasta ári. Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar (bæði A-hluta og B-hlutans þar sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki að meirihluta í eigu borgarinnar) verður hins vegar að teljast nokkuð góð, með afgang upp á um 8,4 milljarða króna. Þarna er um að ræða 11,1 milljarðs króna sveiflu frá árinu áður þegar afkoman var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Þá er niðurstaðan 711 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.Birgir Björn SigurjónssonSé einvörðungu horft til rekstrarniðurstöðu A-hluta var afkoman jákvæð um 3.008 milljónir króna á meðan áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 304 milljónir. Þá er niðurtaðan 3.051 milljón króna betri en árið 2012. Þarna skiptir töluverðu máli upphæð gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 159 milljónir króna, en fjárhagsáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir að hún yrði 2.600 milljónir króna. „Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Skuldbindingarnar ráðist hins vegar af tveimur þáttum. Annars vegar sé það hvort lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna hækki, en þær eru beintengdar við laun eftirmanna og fylgi því kjarasamningum. „Og á síðasta ári voru engir kjarasamningar og því ekkert að gerast á þeim vettvangi.“ Hins vegar séu skuldbindingarnar tengdar ávöxtun eignasafnsins sem er að baki. „Og stór hluti af eignasafninu eru skuldabréf sem fengust við sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þessi bréf hafa þannig ávöxtunarskilmála að þeir eru beintengdir við ávöxtunarkröfu á tilteknum degi á Íbúðalánasjóðsskuldabréfaflokki sem er kallaður HFF34.“ Birgir Björn segir að í fyrra hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ávöxtunarkrafan færi neitt upp, frekar en árið þar á undan. „En ávöxtunarkrafan rauk upp á síðustu mánuðum ársins og það svo mjög að eignirnar jukust með þeim hætti að þessi áætlaða gjaldfærsla var 2,4 milljörðum of rúm.“ Birgir Björn segir viðbúið að þróun lífeyrisskuldbindinga verði öndverð á þessu ári, enda hafi áhrif kjarasamningar, auk þess ávöxtunarkrafa eignanna gæti sigið á ný. „Og þannig ástand var nú reyndar bara 2011, annars vegar kostnaðarsamir kjarasamningar og snarlækkandi ávöxtunarkrafa sem gerði það að verkum að við lentum í gjaldfærslu upp á 4,4 milljarða ef ég man rétt.“ Þetta segir Birgir Björn ekki atriði sem stjórnmálamenn eða stjórnendur hjá borginni ráði miklu um, en hafi gífurlega áhrif engu að síður. „Árin 2008 og 2009 voru til dæmis engir kjarasamningar og ávöxtunarkrafan hlaupandi upp allan skalan og þá vorum við neikvæða gjaldfærlu á lífeyrisskuldbindingum þannig að það átti heilmikinn þátt í jákvæðri afkomu þeirra ára,“ bendir hann á. Einn sá þátta sem hafði áhrif til bættrar stöðu B-hluta samstæðunnar var svo breytt reikningsskilaaðferð Félagsbústaða, sem hækkaði eigið fé samstæðunnar um 18,1 milljarða króna. Þessi breyting segir Birgir Björn að hafi þannig áhrif á samstæðuniðurstöðuna að hún batnaði um 1,9 milljarða króna. Séu áhrif lífeyrisskuldbindingar og endurmats eigna Félagsbústaða tekin saman er hlutur þeirra 4,3 milljarðar króna í 8,4 milljarða króna afgangi samstæðunnar. Mismunurinn er 4,1 milljarður. Í tilkynningu borgarinnar um afkomuna er niðurstaða reikninganna sögð sýna að rekstur samstæðunnar sé að styrkjast, auk þess sem fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs sé mikill hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Langtímaskuldir samstæðu Reykjavíkur lækkuðu um 29,2 milljarða króna milli 2012 og 2013 og stóðu í 231,5 milljörðum króna í lok síðasta árs..A og B hluti?Til A-hluta reksturs Reykjavíkurborgar telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Þar á meðal eru Bílastæðasjóður, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Orkuveitan, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sorpa og Strætó.
Fréttaskýringar Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira