

Þessi dásamlega pláneta
Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir.
Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur?
Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.
Mikil ábyrgð
Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð.
Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál.
Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins?
Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi.
Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart.
Lofsöngur til jarðar
Ó, þú dásamlega pláneta.
Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka.
Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum,
skógum, vötnum og fljótum.
Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi,
stórbrotið form þitt og mikilfengleik.
Í þúsundir ára hefur þú
nært okkur, fætt og klætt.
Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund.
Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur
með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði?
Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar
og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju.
Eru þetta örlög barna þinna:
að skera endanlega á þann lífsstreng
sem enn titrar og hljómar?
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar