Handbolti

Heimaliðin hafa ekki tapað oddaleik í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukarnir lentu 0-2 undir en geta komist í úrslit í kvöld.
Haukarnir lentu 0-2 undir en geta komist í úrslit í kvöld. Vísir/Valli
Þetta er risadagur í íslenska handboltanum því að í dag fara fram tveir oddaleikir um sæti í úrslitum Olís-deildar karla.

Haukar og ÍBV tryggðu sér oddaleik með sigri á útivelli í fjórða leiknum á þriðjudaginn og verða því á heimavelli í kvöld. Það ætti að koma sér vel enda hafa síðustu fjórtán oddaleikir í úrslitakeppni karla í handbolta unnist á heimavelli. Það eru allir leikir síðan að KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda 10. maí 2002.

FH vann tvo fyrstu leikina á móti deildarmeisturum Hauka sem hafa svarað með tveimur sannfærandi sigrum. Síðustu tveir leikir ÍBV og Vals hafa hins vegar verið æsispennandi og unnist á einu marki.

Þrjú félög geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum í dag því að á undan karlaleiknum í Eyjum mætast ÍBV og Valur í fjórða leik sínum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vinni Valskonur leikinn tryggja þær sér sæti í lokaúrslitunum á móti Stjörnunni en vinni ÍBV verður oddaleikur í Vodafone-höllinni á laugardaginn.

Karlaleikirnir hefjast klukkan 16.00 en kvennaleikurinn er klukkan 14.00.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum

Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 39-24 | FH-ingar niðurlægðir

Haukar gjörsamlega völtuðu yfir FH, 39-24, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og er því staðan orðin 2-1 fyrir FH í einvíginu. Haukar spiluðu einfaldlega óaðfinnanlega í dag og voru FH-ingar að sama skapa skelfilegir. Þetta einvígi er ekki búið, svo eitt er víst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×