Hvar urðu Sjálfstæðisflokkur og markaðslausnir viðskila? Bolli Héðinsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar