Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 08:45 Málaferli og deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið í 45 ár og virðast engan enda ætla að taka. Fréttablaðið/Valli Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“