Spilar í sokkunum þó svo þeir séu forljótir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 07:45 Jóhann Árni segir að svokallaðir "compression“-sokkar geri það að verkum að hann nái sér fyrr eftir erfiða leiki. fréttablaðið/stefán Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann. Dominos-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum