Spilar í sokkunum þó svo þeir séu forljótir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 07:45 Jóhann Árni segir að svokallaðir "compression“-sokkar geri það að verkum að hann nái sér fyrr eftir erfiða leiki. fréttablaðið/stefán Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimmunni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Fréttablaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grindavíkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „compression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þessari tækni hafi fleygt fram á síðustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálpað við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikjaálagi.“Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og notast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira