Viðhorfið skiptir máli Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 „Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
„Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölgað sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og að langtímaatvinnuleysi hafi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnuástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að langtímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda.Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingarmynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða langtímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og uppbyggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt.Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæturnar“ á samfélaginu er skaðleg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks samfélags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun