Á Bolungarvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun