Á Bolungarvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Eftirvæntingin var mikil. Fyrir vestan hitti maður svo auðvitað einvala lið fólks sem dansaði í takt við Hemma Gunn heitinn og fleiri góða sem trylltu lýðinn. Fimm árum síðar er stefnan aftur sett á Ísafjörð en hlutirnir hafa svo sannarlega breyst. Sex af hinum þáverandi einhleypu sjö er búið að veiða í samband, margir hafa fjölgað mannkyninu, annað parið er hætt saman og hitt flutt til útlanda. Eftir stendur sá sem þetta skrifar í bullandi basli með að finna góðan ferðafélaga. Það er ekki oft sem skegglaus maður, nýkominn á fertugsaldurinn, upplifir sig sem „gamlan“. Sú var þó raunin þegar horft var fimm ár aftur í tímann þar sem við, unga fólkið á þrítugsaldri, skellti sér áhyggju- og ábyrgðarlaust vestur. Sem betur fer sá góður vinur minn, enn eldri, aumur á mér svo farið verður í veisluna fyrir vestan. Fyrir utan félagsskapinn, tónlistina og bjórdrykkjuna stendur ýmislegt upp úr í ferðinni fyrir fimm árum. Þá helst að loksins lærði ég að nota forsetninguna í með staðarheitinu Bolungarvík. Það tókst heimakonu nokkurri í pottinum í Bolungarvík að stimpla inn í heila minn eftir erfiða fæðingu. Er engu logið til um að vinur minn, sem við sóttum heim í Víkina fögru, hafi verið farinn að óska eftir yfirvinnukaupi við að leiðrétta forsetningaval mitt. Eftir að hafa kjaftað aðra í kaf í pottinum og ítrekað verið leiðréttur fyrir ranga forsetningu missti konan sig og sagði grjóthörð: „Myndirðu segja á Reykjavík!“ Svör voru fá en lærdómurinn öllu meiri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun