Hrafn tekur við af Teiti hjá Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2014 06:00 Hrafn verður aftur þjálfari í efstu deild á næsta tímabili. Fréttablaðið/valli Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmaður hans verður Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Búið er að tilkynna ákveðnum hópum innan Stjörnunnar að þjálfarabreyting verði á liðinu, þar á meðal leikmönnum liðsins.Teitur hættir í sumar. Fréttablaðið/StefánTímabili Stjörnumanna er ekki lokið en liðið er í miðri rimmu við Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Hrafn Kristjánsson þjálfaði síðast KR frá 2010-2012 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum eftir sigur á Stjörnunni í úrslitarimmu, 3-1. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft á hans nýja heimavelli í Ásgarði. Sem þjálfari Þórs fór Hrafn með liðið upp úr 1. deildinni 2007 eftir að hafa fallið árið áður. Hann starfar í dag sem þjálfari unglingaflokks hjá Stjörnunni og þekkir því vel til í Garðabænum, þá sérstaklega þá ungu leikmenn sem eru að koma þar upp. Undir stjórn Teits Örlygssonar er Stjarnan orðin einn af stóru strákunum í íslenskum körfubolta en liðið hefur á síðustu fimm árum með Teit í brúnni unnið bikarmeistaratitilinn í tvígang og tvisvar farið í lokaúrslitin. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við. Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmaður hans verður Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Búið er að tilkynna ákveðnum hópum innan Stjörnunnar að þjálfarabreyting verði á liðinu, þar á meðal leikmönnum liðsins.Teitur hættir í sumar. Fréttablaðið/StefánTímabili Stjörnumanna er ekki lokið en liðið er í miðri rimmu við Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Hrafn Kristjánsson þjálfaði síðast KR frá 2010-2012 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum eftir sigur á Stjörnunni í úrslitarimmu, 3-1. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft á hans nýja heimavelli í Ásgarði. Sem þjálfari Þórs fór Hrafn með liðið upp úr 1. deildinni 2007 eftir að hafa fallið árið áður. Hann starfar í dag sem þjálfari unglingaflokks hjá Stjörnunni og þekkir því vel til í Garðabænum, þá sérstaklega þá ungu leikmenn sem eru að koma þar upp. Undir stjórn Teits Örlygssonar er Stjarnan orðin einn af stóru strákunum í íslenskum körfubolta en liðið hefur á síðustu fimm árum með Teit í brúnni unnið bikarmeistaratitilinn í tvígang og tvisvar farið í lokaúrslitin. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við.
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira