

Sæstrengslausnin
1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.
2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.
3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.
4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.
5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.
6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.
7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni.
Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári.
Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar