Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2014 08:00 Ríkisstjórnarflokkarnir héldu báðir þingfundi í gær vegna tillögunnar. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“ Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu báðir að styðja tillöguna á þingflokksfundum í gær.Best fari á því að umsóknin verði dregin til bakaÍ tillögu Gunnars Braga er farið fram á að Alþingi feli ríkisstjórninni að draga umsókn Íslands til baka og að ekki sé sótt um aðild að sambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild. Tillagan var lögð fram í gær og verður rædd á þingi í upphafi næstu viku. Í athugasemdum með tillögunni segir meðal annars að síðasta ríkisstjórn hafi „hvorki haft bakland né raunverulegan vilja til að klára ferlið með aðild að Evrópusambandinu.“ Þá gefi núverandi staða Íslands, sem er ennþá formlega í stöðu umsóknarríkis í aðildarferli, til kynna „með vissum hætti“ að Ísland sé enn í aðildarferli „sem ekki er raunin.“ „Að öllu þessu virtu,“ segir í tillögunni, „telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að ekki ríki neinn vafi um það hver sé staða aðildarumsóknarinnar eða hver staða Íslands sé í því sambandi og að best fari á því, í ljósi stefnu ríkisstjórnarflokkanna og með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar, að aðildarumsóknin verði dregin til baka.“ Í tillögunni er einnig talað fyrir því að treysta samskipti og samvinnu við ESB og einstök Evrópuríki þar sem EES-samningurinn sé burðarás. Í tenglsum við það verði hagsmunagæsla til að auka áhrif Íslands við mótun ákvarðana á grundvelli EES efld og vinna að því marki verði nú sett í forgang.Skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokks „Niðurstaðan var einróma samþykkt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um ályktun fundarins. Sömuleiðis var afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgjandi tillögunni að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Þó hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir andstöðu sinni við að draga umsókn Íslands til baka. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður er einn þeirra en hún er í stjórn Félags sjálfstæðra Evrópusinna. „Ég hefði kosið að niðurstaðan væri á annan veg,“ segir Ragnheiður. „En þingflokkur ákveður með þessum hætti að draga umsóknina til baka og ég er í þingliði Sjálfstæðisflokksins.“ Hún segist tilheyra hópi innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður við Evrópusambandið, en sá hópur sé í minnihluta. Hún kveðst ekki geta fullyrt hvort flokkurinn klofni vegna málsins. „Ég er enginn spámaður þannig að ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ragnheiður. „Ég mun ekki ganga úr Sjálfstæðisflokknum þó ég sé ekki sömu skoðunar í þessu máli og meirihlutinn.“Brynjar Níelsson er annar þingmaður sjálfstæðismanna sem segist telja rétt að klára viðræðurnar úr því sem komið er. „Ég skynja auðvitað deilurnar sem eru í flokknum og í samfélaginu,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég hefði viljað fara leið sem væri líklegri til sátta.“ Hann telur þó litlar líkur á að fólk innan flokksins kljúfi sig frá honum vegna málsins. „Enda er enginn annar frjálslyndur, borgarasinnaður flokkur á landinu,“ segir Brynjar. „Þá verða menn að fara að stofna nýjan flokk. Þeir geta ekki farið neitt annað.“
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira