Leigjandinn sem neitar að fara Bolli Héðinsson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Í kjölfar hrunsins þurfti kunningjafólk mitt að flytja til Noregs til að þreifa fyrir sér með vinnu. Skömmu áður höfðu þau keypt sér fjögurra herbergja íbúð í Seljahverfi, sem þau báðu mig að sjá um útleigu á, á meðan þau væru í Noregi. Ég leigði íbúðina prýðis manni sem bauð af sér góðan þokka og hann greiddi fúslega uppsetta leigu sem ég ákvað að hafa í lægri kantinum af því mér leist vel á manninn. Upp á síðkastið er hann hins vegar farinn að tala um hvort ég vilji ekki lækka við hann leiguna. Ég óttast að hann sé farinn að halla sér að flöskunni, allavega hefur hann minni auraráð og þess vegna finnst honum hann eigi alls ekki að þurfa að borga jafn mikið og áður.Heimtar lækkaða leigu Ég hef bent honum á að þar sem hann er einn í heimili ætti honum að nægja þriggja herbergja íbúð enda virðist greiðslugeta hans alveg ráða við það. Hann má ekki heyra á það minnst heldur krefur hann mig núna um að fá samning um íbúðina til 20 ára og hann væri e.t.v. reiðubúinn að greiða mér hærri leigu einhvern tíma síðar ef úr málum rætist hjá honum. Svo bendir hann á eitthvað sem hann telur vera óljós ákvæði í upphaflega leigusamningnum, sem gæti hugsanlega kveðið á um að í raun og veru eigi hann íbúð vinafólks mín í Noregi, en ekki þau!Nægir aðrir sem vilja leigja Þetta er allt frekar erfitt fyrir mig þar sem ég veit af barnmörgum fjölskyldum sem mundu gjarnan vilja borga þá leigu, sem núverandi leigjandi er að greiða og meira til, ef ég aðeins losnaði við hann úr húsnæðinu. Á ég að lækka verðið á húsnæðinu, bara af því að hann vill ekki borga meira? Leigjandinn er farinn að minna mig óþyrmilega mikið á „freka kallinn“ sem Jón Gnarr hefur gert svo ágæt skil.Gildir ekki sama um sjávarútveginn? Dæmisagan hér að ofan getur gilt um samskipti þjóðarinnar (eigenda íbúðarinnar) og þeirra sem nú eru kvótahafar íslensku fiskimiðanna (leigjandinn) en þeir vilja láta leiguna ráðast af því hvernig stendur á hjá þeim hverju sinni! Úti um allt land eru fiskverkendur og kvótalausar útgerðir sem bíða í röðum eftir að fá að bjóða í kvótann á jafnréttisgrundvelli. Hvers vegna á þjóðin (eigandi fiskimiðanna) að sætta sig við að leigan á kvóta ráðist bara af greiðslugetu þeirra útgerðarmanna sem nú róa til fiskjar, en ekki því hvaða leigu væri hægt að fá, ef kvótinn væri boðinn til leigu á almennum markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins þurfti kunningjafólk mitt að flytja til Noregs til að þreifa fyrir sér með vinnu. Skömmu áður höfðu þau keypt sér fjögurra herbergja íbúð í Seljahverfi, sem þau báðu mig að sjá um útleigu á, á meðan þau væru í Noregi. Ég leigði íbúðina prýðis manni sem bauð af sér góðan þokka og hann greiddi fúslega uppsetta leigu sem ég ákvað að hafa í lægri kantinum af því mér leist vel á manninn. Upp á síðkastið er hann hins vegar farinn að tala um hvort ég vilji ekki lækka við hann leiguna. Ég óttast að hann sé farinn að halla sér að flöskunni, allavega hefur hann minni auraráð og þess vegna finnst honum hann eigi alls ekki að þurfa að borga jafn mikið og áður.Heimtar lækkaða leigu Ég hef bent honum á að þar sem hann er einn í heimili ætti honum að nægja þriggja herbergja íbúð enda virðist greiðslugeta hans alveg ráða við það. Hann má ekki heyra á það minnst heldur krefur hann mig núna um að fá samning um íbúðina til 20 ára og hann væri e.t.v. reiðubúinn að greiða mér hærri leigu einhvern tíma síðar ef úr málum rætist hjá honum. Svo bendir hann á eitthvað sem hann telur vera óljós ákvæði í upphaflega leigusamningnum, sem gæti hugsanlega kveðið á um að í raun og veru eigi hann íbúð vinafólks mín í Noregi, en ekki þau!Nægir aðrir sem vilja leigja Þetta er allt frekar erfitt fyrir mig þar sem ég veit af barnmörgum fjölskyldum sem mundu gjarnan vilja borga þá leigu, sem núverandi leigjandi er að greiða og meira til, ef ég aðeins losnaði við hann úr húsnæðinu. Á ég að lækka verðið á húsnæðinu, bara af því að hann vill ekki borga meira? Leigjandinn er farinn að minna mig óþyrmilega mikið á „freka kallinn“ sem Jón Gnarr hefur gert svo ágæt skil.Gildir ekki sama um sjávarútveginn? Dæmisagan hér að ofan getur gilt um samskipti þjóðarinnar (eigenda íbúðarinnar) og þeirra sem nú eru kvótahafar íslensku fiskimiðanna (leigjandinn) en þeir vilja láta leiguna ráðast af því hvernig stendur á hjá þeim hverju sinni! Úti um allt land eru fiskverkendur og kvótalausar útgerðir sem bíða í röðum eftir að fá að bjóða í kvótann á jafnréttisgrundvelli. Hvers vegna á þjóðin (eigandi fiskimiðanna) að sætta sig við að leigan á kvóta ráðist bara af greiðslugetu þeirra útgerðarmanna sem nú róa til fiskjar, en ekki því hvaða leigu væri hægt að fá, ef kvótinn væri boðinn til leigu á almennum markaði?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar