Jöklar eiga í vök að verjast Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til.Fréttablaðið/Heiða „Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi. Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
„Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi.
Loftslagsmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira