Áskorun til áttunda útvarpsstjórans Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:09 Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun