Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar