Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun