Vaxtabætur skornar niður við trog! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 28. janúar 2014 11:00 Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar