Ríkissjóður undir smásjá Elín Hirst skrifar 24. janúar 2014 09:15 Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar