Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 16:28 Hallgrímur Thorsteinsson. Vísir/Valli Uppfært klukkan 17:45 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Nánar um það hér. Uppfært klukkan 16:47Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður sameinaðs félags DV og Pressunnar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingaraðgerðum. Alltaf sé erfitt að standa í uppsögnum. Björn Ingi segist ekki muna setjast í ritstjórastól hjá DV. Þá segir hann tilkynningar að vænta frá DV vegna uppsagnanna. Frekari breytingar hafa orðið á ritstjórn DV því Valur Grettisson hefur verið ráðinn til miðilsins. Uppfært klukkan 16:40 Kolbrún Bergþórsdóttir, sem á dögunum lét af störfum á menningardeild Morgunblaðsins, mun taka við starfi ritstjóra DV. RÚV greindi fyrst frá og segir hana munu gegna starfi annars tveggja ritstjóra og hefja störf mánudaginn 5. janúar. Þá hafi ritstjóranum Hallgrími Thorsteinssyni verið sagt upp störfum.Þremur blaðamönnum DV sagt upp Þrír blaðamenn DV misstu vinnuna í dag. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað á miðlinum í skemmri tíma. Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, segist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið. DV muni senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins. Aðspurður segir Steinn Kári að tilkynningarinnar sé að vænta innan tíðar. Þá vildi Steinn Kári ekki svara því hvort Hallgrímur Thorsteinsson yrði áfram ritstjóri DV. Hallgrímur tók við starfinu þegar Reyni Traustasyni var sagt upp í kjölfar yfirtöku Þorsteins Guðnasonar og fleiri á DV í haust. Ekki náðist í Hallgrím við vinnslu fréttarinnar. Meðal þeirra sem misstu vinnuna í dag er María Lilja Þrastardóttir sem greindi frá uppsögninni á Twitter.Í dag var ég rekin í annað sinn á árinu. Megi 2014 fokka sér duglega.— María Lilja Þrastar (@marialiljath) December 30, 2014 Fjölmiðlar Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Uppfært klukkan 17:45 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Nánar um það hér. Uppfært klukkan 16:47Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður sameinaðs félags DV og Pressunnar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingaraðgerðum. Alltaf sé erfitt að standa í uppsögnum. Björn Ingi segist ekki muna setjast í ritstjórastól hjá DV. Þá segir hann tilkynningar að vænta frá DV vegna uppsagnanna. Frekari breytingar hafa orðið á ritstjórn DV því Valur Grettisson hefur verið ráðinn til miðilsins. Uppfært klukkan 16:40 Kolbrún Bergþórsdóttir, sem á dögunum lét af störfum á menningardeild Morgunblaðsins, mun taka við starfi ritstjóra DV. RÚV greindi fyrst frá og segir hana munu gegna starfi annars tveggja ritstjóra og hefja störf mánudaginn 5. janúar. Þá hafi ritstjóranum Hallgrími Thorsteinssyni verið sagt upp störfum.Þremur blaðamönnum DV sagt upp Þrír blaðamenn DV misstu vinnuna í dag. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað á miðlinum í skemmri tíma. Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, segist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið. DV muni senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins. Aðspurður segir Steinn Kári að tilkynningarinnar sé að vænta innan tíðar. Þá vildi Steinn Kári ekki svara því hvort Hallgrímur Thorsteinsson yrði áfram ritstjóri DV. Hallgrímur tók við starfinu þegar Reyni Traustasyni var sagt upp í kjölfar yfirtöku Þorsteins Guðnasonar og fleiri á DV í haust. Ekki náðist í Hallgrím við vinnslu fréttarinnar. Meðal þeirra sem misstu vinnuna í dag er María Lilja Þrastardóttir sem greindi frá uppsögninni á Twitter.Í dag var ég rekin í annað sinn á árinu. Megi 2014 fokka sér duglega.— María Lilja Þrastar (@marialiljath) December 30, 2014
Fjölmiðlar Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira