Innlent

Jarðskjálftahrinan heldur áfram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Rúmlega fimmtíu skjálftar hafa mælist í Bárðarbungu frá því um hádegi í gær. Þeir stærstu voru 4,5 að stærð klukkan 18.55 í gær og 11.02 í dag. Fjórir aðrir skjálftar voru yfir 4 að stærð. Þá mældust níu skjálftar í kvikuganginum og voru þeir allir minni en 2 stig.

Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal heldur áfram en frá hádegi í gær hafa mælst yfir áttatíu skjálftar. Um klukkan sex í morgun mældist skjálfti af stærðinni 3,2 og fannst hann vel við Geysi í Haukadal, í Miðdal austan við Laugarvatn og við Syðri-Reyki í Biskupstungum.  Upptök skjálftanna eru á um 2-3 km dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×