Innlent

Lítil skjálftavirkni í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um 15 skjálftar á bilinu 3-4 hafa mælst í Bárðarbungu frá því á hádegi í gær.
Um 15 skjálftar á bilinu 3-4 hafa mælst í Bárðarbungu frá því á hádegi í gær. Vísir/Auðunn Níelsdóttir
Þrír skjálftar yfir 4 að stærð hafa mælst í Bárðarbungu frá því á hádegi í gær. Sá stærsti var upp á 4,1 og varð klukkan 17:14 í gær. Þá varð annar upp á 4 um klukkutíma síðar og í morgun einnig.

Um 15 skjálftar á bilinu 3-4 hafa mælst í Bárðarbungu.

Þá varð skjálfti upp á 4,4 að stærð úti í hafi um 20 kílómetra norður af Kolbeinsey. Þeim skjálfta hafa fylgt aðrir minni en hrinur sem þessar eru algengar á þessum slóðum, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×