Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2014 21:30 Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. Eldri körlum er einnig velkomið að sækja um skólavist. Þau kalla Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað demantinn í skóginum en stúlkur á aldrinum 16 til 23 ára eru yfirgnæfandi í nemendahópnum á þessari haustönn. „Það er allt aldursbil sem við tökum,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari í samtali við Stöð 2. „Það er enginn, held ég, sem á ekki erindi hingað og margir sem láta stundum gamlan draum rætast og taka þátt í þessu skólastarfi hér.“ -Mynduð þið taka á móti miðaldra karli? „Já, að sjálfsögðu. Þú ert bara velkominn að sækja um, ef þú hefur áhuga.“„Þú ert velkominn að sækja um," svaraði Bryndís skólameistari spurningu um hvort skólinn tæki við miðaldra körlum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bryndís minntist þess þó ekki að miðaldra karl hafi sótt nám í skólanum. „En við fáum alveg eldri, þá aðallega konur, sem hafa kannski átt draum um að fara í þennan skóla áður fyrr og ekki farið.“ Elsti nemandinn á haustönn er kona um fimmtugt. Bryndís nefnir að grein eins og vefnaður höfði til margra eldri nemenda. „Þetta er breitt aldursbil og spilast vel saman. Í leiðinni er þetta svona staður þar sem þú getur bara fengið að njóta þín og kannski orlof fyrir þá sem eru eldri að taka sér frí og koma hingað og vera.“ Fjallað var um skólann í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í vikunni. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. Eldri körlum er einnig velkomið að sækja um skólavist. Þau kalla Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað demantinn í skóginum en stúlkur á aldrinum 16 til 23 ára eru yfirgnæfandi í nemendahópnum á þessari haustönn. „Það er allt aldursbil sem við tökum,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari í samtali við Stöð 2. „Það er enginn, held ég, sem á ekki erindi hingað og margir sem láta stundum gamlan draum rætast og taka þátt í þessu skólastarfi hér.“ -Mynduð þið taka á móti miðaldra karli? „Já, að sjálfsögðu. Þú ert bara velkominn að sækja um, ef þú hefur áhuga.“„Þú ert velkominn að sækja um," svaraði Bryndís skólameistari spurningu um hvort skólinn tæki við miðaldra körlum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bryndís minntist þess þó ekki að miðaldra karl hafi sótt nám í skólanum. „En við fáum alveg eldri, þá aðallega konur, sem hafa kannski átt draum um að fara í þennan skóla áður fyrr og ekki farið.“ Elsti nemandinn á haustönn er kona um fimmtugt. Bryndís nefnir að grein eins og vefnaður höfði til margra eldri nemenda. „Þetta er breitt aldursbil og spilast vel saman. Í leiðinni er þetta svona staður þar sem þú getur bara fengið að njóta þín og kannski orlof fyrir þá sem eru eldri að taka sér frí og koma hingað og vera.“ Fjallað var um skólann í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í vikunni.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15
„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00