Óli Stef: Kannski kem ég ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:00 Ólafur Stefánsson tók sér frí frá þjálfun eftir eitt ár í starfi. vísir/stefán Ólafur Stefánsson, sem tók sér frí frá þjálfun Vals í Olís-deild karla í handbolta, er ekki viss um að hann snúi aftur eins og til stóð. Ólafur, sem kom liðinu í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili, sagði óvænt skilið við Valsliðið skömmu fyrir tímabilið til að einbeita sér að þróun nýs smáforrits fyrir spjaldtölvur og síma. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson tóku við liðinu og eru með það á toppi deildarinnar þar sem liðið verður yfir áramótin og í HM-fríinu. „Mér finnst liðið gott. Menn eru að standa sig gríðarlega vel og margir leikmenn hafa vaxið gríðarlega í leik sínum,“ segir Ólafur við fimmeinn.is. Hann segist sjá sitt handbragð á liðinu. „Já, ég á nokkuð mikið í þessu liði, en Jón og Óskar eru einnig að gera helling. Ég lagði alltaf upp með að spila ákveðna vörn og kannski ögn ákveðnari en liðið spilar í dag,“ segir Ólafur sem hefur ekki mætt á æfingu síðan hann tók sér frí. „Ég hef ekki komið á neina æfingu með liðinu, en ég er á leikjum og horfi á liðið spila,“ segir hann.Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagði Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, að óvíst væri hvort Ólafur sneri aftur til liðsins og tæki við þjálfun þess á ný eftir áramót. „Við erum að einbeita okkur að því að klára þá leiki sem eftir eru og svo tökum við á því þegar það klárast,“ sagði Ómar. „En það er alveg inni í myndinni.“ Sjálfur segir Ólafur það vel mögulegt að hann snúi ekki aftur og láti þá Jón og Óskar Bjarna um að stýra liðinu. „Kannski kem ég ekki. Það er samt erfitt fyrir mig að staðfesta hvort ég komi eða ekki. Það er ennþá fullt að gera hjá mér og verður sjálfsagt áfram. Það gæti alveg eins gerst að ég komist ekki eftir áramót og ef það dregst þá er ljóst að ég kæmi þá ekkert aftur fyrr en þá á næsta ári,“ segir Ólafur Stefánsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, sem tók sér frí frá þjálfun Vals í Olís-deild karla í handbolta, er ekki viss um að hann snúi aftur eins og til stóð. Ólafur, sem kom liðinu í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili, sagði óvænt skilið við Valsliðið skömmu fyrir tímabilið til að einbeita sér að þróun nýs smáforrits fyrir spjaldtölvur og síma. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson tóku við liðinu og eru með það á toppi deildarinnar þar sem liðið verður yfir áramótin og í HM-fríinu. „Mér finnst liðið gott. Menn eru að standa sig gríðarlega vel og margir leikmenn hafa vaxið gríðarlega í leik sínum,“ segir Ólafur við fimmeinn.is. Hann segist sjá sitt handbragð á liðinu. „Já, ég á nokkuð mikið í þessu liði, en Jón og Óskar eru einnig að gera helling. Ég lagði alltaf upp með að spila ákveðna vörn og kannski ögn ákveðnari en liðið spilar í dag,“ segir Ólafur sem hefur ekki mætt á æfingu síðan hann tók sér frí. „Ég hef ekki komið á neina æfingu með liðinu, en ég er á leikjum og horfi á liðið spila,“ segir hann.Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagði Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, að óvíst væri hvort Ólafur sneri aftur til liðsins og tæki við þjálfun þess á ný eftir áramót. „Við erum að einbeita okkur að því að klára þá leiki sem eftir eru og svo tökum við á því þegar það klárast,“ sagði Ómar. „En það er alveg inni í myndinni.“ Sjálfur segir Ólafur það vel mögulegt að hann snúi ekki aftur og láti þá Jón og Óskar Bjarna um að stýra liðinu. „Kannski kem ég ekki. Það er samt erfitt fyrir mig að staðfesta hvort ég komi eða ekki. Það er ennþá fullt að gera hjá mér og verður sjálfsagt áfram. Það gæti alveg eins gerst að ég komist ekki eftir áramót og ef það dregst þá er ljóst að ég kæmi þá ekkert aftur fyrr en þá á næsta ári,“ segir Ólafur Stefánsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira