Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-19 | Meistararnir burstuðu toppliðið Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 18. desember 2014 15:11 Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu stórsigur á toppliði Valsmanna 26-19 í kvöld. Valsmenn sáu aldrei til sólar fyrir vörn Eyjamanna sem hefur aldrei verið sterkari. Tónninn var gefinn strax á upphafsmínútunum þar sem flugeldasýning Eyjamanna hófst. Agnar Smári Jónsson, fyrrum Valsari, skoraði fyrsta markið en hann skoraði alls þrjú mjög mikilvæg mörk í leiknum. Tveir fyrrum leikmenn ÍBV voru í Valsliðinu og mætti segja að þeir hafi alls ekki fengið blíðar móttökur í kvöld. Stuðningsmannasveit Eyjamanna mætti með risastóra ávísun stílaða á Kára Kristján Kristjánsson, þeir mættu einnig með veiðistangir og festu peningaseðla við öngulinn. Valsarar höfðu skorað mest allra liða í deildinni fyrir leikinn í dag en það má segja að þeir hafi lent á vegg í dag. 5-1 vörn Eyjamanna hefur aldrei verið sterkari en þær voru ófáar sóknirnar þar sem Valsmenn hreinlega köstuðu boltanum til Eyjamanna eða beint útaf vellinum. Þetta er fimmti sigurleikur Eyjamanna í röð en vörnin hefur verið óaðfinnanleg í þeim leikjum. HK-ingar skoruðu einungis 24 mörk, Akureyri 20, ÍR-ingar 22 og Stjörnumenn 21. Vörn Valsmanna náði sér aldrei á strik og alltaf opnuðust opin færi fyrir Eyjamenn. Heimamenn voru komnir sex mörkum yfir eftir rétt rúmlega fimmtán mínútur og þá var ekki aftur snúið. Hvítu Riddararnir áttu stórleik á pöllunum og voru þeir ekki síðri en þeir leikmenn sem voru inni á vellinum. Undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli Valsmanna sem hefði mögulega getað gefið þeim aukið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. Allt kom fyrir ekki og Eyjamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og sjö af fyrstu níu. Mest munaði níu mörkum í stöðunni 22-13 og 23-14 en Henrik Vikan Eidsvag varði mörg skot í síðari hálfleik sem komu í veg fyrir það að Valsmenn ættu von. Leikurinn var í raun búinn áður en flautan gall en Valsmenn virtust áhugalausir og hreinlega þreyttir. Henrik varði 14 skot og þar af eitt víti, hann hefur ekki náð sér almennilega á strik fyrir ÍBV en virðist allur vera að koma til. Veikleiki Eyjamanna á síðustu leiktíð var markvarslan og hafa þeir mögulega fundið svar við því. Eyjamenn halda því fimmta sætinu fyrir pásuna en Valsmenn halda toppsætinu þrátt fyrir tap.Jón Kristjánsson: Dómgæslan undarlega eins og hún er oft hérna „Við vorum klárlega ekki góðir í dag, létum hleypa þessu upp strax í byrjun. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við sex mínútur útaf. Svo var dómgæslan undarleg eins og maður hefur oft lent í hérna,“ sagði Jón Kristjánsson sem var afar ósáttur með sitt lið eftir leikinn í kvöld. „Við létum þetta taka okkur úr jafnvægi og komust eiginlega aldrei almennilega inn í leikinn aftur.“ Valsmenn sáu ekki til sólar gegn sterkri vörn Eyjamanna, við fengum álit Jóns á því. „Það sem við vorum búnir að undirbúa var ekki að ganga upp, boltinn gekk illa. Þeir náðu að trufla spilið okkar of mikið og við vorum ekki að leysa þessa hluti. Við vissum alveg hvaða vörn við vorum að fara að spila á móti en lausnirnar okkar voru ekki að virka.“ Jón vildi meina að þessi úrslit myndu ekki hafa slæm áhrif á hópinn í jólafríinu en hann sagði að þessi úrslit yrðu örugglega gleymd þegar liðið myndi byrja aftur eftir áramót. Hann sagði að augljóslega væri fínt að vera á toppnum en hefði viljað sjá sitt lið spila betur í dag.Gunnar Magnússon: Enn og aftur var vörnin stórkostleg „Að sjálfsögðu er ég sáttur, ótrúlegur leikur, frábær leikur. Enn og aftur var vörnin stórkostleg, markvarslan frábær og agaður sóknarleikur. Sama uppskrift og framhald af síðustu leikjum, þetta er fimmti sigurleikur okkar í röð,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn. „Fyrir utan fyrri hálfleikinn gegn Stjörnunni, erum við búnir að vera að spila mjög vel, þannig að ég er ánægður með strákana,“ sagði Gunnar um þessa fimm leiki sem liðið hefur sigrað í röð. „Eina sem er neikvætt við þetta er að það er að koma jólafrí þegar við erum að komast í gang. Misstum Sindra út úr vörninni í byrjun tímabils og vorum lengi að ná vörninni aftur og erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta sem hefur skilað okkur stigum.“ „Ég hefði viljað taka nokkra leiki í viðbót fyrir jólafrí. Þetta lítur einfaldlega út en það er mikil vinna á bakvið þetta. Sérstaklega þegar við missum Sindra þá þurftum við að vinna í þessu betur.“ „Þegar við fáum markvörslu sem hefur verið í síðustu leikjum þá erum við helvíti erfiðir. Við förum sáttir í jólafríið en þetta er gott „motivation“ fyrir okkur að vinna vel í janúar,“ sagði Gunnar sáttur fyrir jólafríið. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Eyjamenn unnu stórsigur á toppliði Valsmanna 26-19 í kvöld. Valsmenn sáu aldrei til sólar fyrir vörn Eyjamanna sem hefur aldrei verið sterkari. Tónninn var gefinn strax á upphafsmínútunum þar sem flugeldasýning Eyjamanna hófst. Agnar Smári Jónsson, fyrrum Valsari, skoraði fyrsta markið en hann skoraði alls þrjú mjög mikilvæg mörk í leiknum. Tveir fyrrum leikmenn ÍBV voru í Valsliðinu og mætti segja að þeir hafi alls ekki fengið blíðar móttökur í kvöld. Stuðningsmannasveit Eyjamanna mætti með risastóra ávísun stílaða á Kára Kristján Kristjánsson, þeir mættu einnig með veiðistangir og festu peningaseðla við öngulinn. Valsarar höfðu skorað mest allra liða í deildinni fyrir leikinn í dag en það má segja að þeir hafi lent á vegg í dag. 5-1 vörn Eyjamanna hefur aldrei verið sterkari en þær voru ófáar sóknirnar þar sem Valsmenn hreinlega köstuðu boltanum til Eyjamanna eða beint útaf vellinum. Þetta er fimmti sigurleikur Eyjamanna í röð en vörnin hefur verið óaðfinnanleg í þeim leikjum. HK-ingar skoruðu einungis 24 mörk, Akureyri 20, ÍR-ingar 22 og Stjörnumenn 21. Vörn Valsmanna náði sér aldrei á strik og alltaf opnuðust opin færi fyrir Eyjamenn. Heimamenn voru komnir sex mörkum yfir eftir rétt rúmlega fimmtán mínútur og þá var ekki aftur snúið. Hvítu Riddararnir áttu stórleik á pöllunum og voru þeir ekki síðri en þeir leikmenn sem voru inni á vellinum. Undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli Valsmanna sem hefði mögulega getað gefið þeim aukið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. Allt kom fyrir ekki og Eyjamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og sjö af fyrstu níu. Mest munaði níu mörkum í stöðunni 22-13 og 23-14 en Henrik Vikan Eidsvag varði mörg skot í síðari hálfleik sem komu í veg fyrir það að Valsmenn ættu von. Leikurinn var í raun búinn áður en flautan gall en Valsmenn virtust áhugalausir og hreinlega þreyttir. Henrik varði 14 skot og þar af eitt víti, hann hefur ekki náð sér almennilega á strik fyrir ÍBV en virðist allur vera að koma til. Veikleiki Eyjamanna á síðustu leiktíð var markvarslan og hafa þeir mögulega fundið svar við því. Eyjamenn halda því fimmta sætinu fyrir pásuna en Valsmenn halda toppsætinu þrátt fyrir tap.Jón Kristjánsson: Dómgæslan undarlega eins og hún er oft hérna „Við vorum klárlega ekki góðir í dag, létum hleypa þessu upp strax í byrjun. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við sex mínútur útaf. Svo var dómgæslan undarleg eins og maður hefur oft lent í hérna,“ sagði Jón Kristjánsson sem var afar ósáttur með sitt lið eftir leikinn í kvöld. „Við létum þetta taka okkur úr jafnvægi og komust eiginlega aldrei almennilega inn í leikinn aftur.“ Valsmenn sáu ekki til sólar gegn sterkri vörn Eyjamanna, við fengum álit Jóns á því. „Það sem við vorum búnir að undirbúa var ekki að ganga upp, boltinn gekk illa. Þeir náðu að trufla spilið okkar of mikið og við vorum ekki að leysa þessa hluti. Við vissum alveg hvaða vörn við vorum að fara að spila á móti en lausnirnar okkar voru ekki að virka.“ Jón vildi meina að þessi úrslit myndu ekki hafa slæm áhrif á hópinn í jólafríinu en hann sagði að þessi úrslit yrðu örugglega gleymd þegar liðið myndi byrja aftur eftir áramót. Hann sagði að augljóslega væri fínt að vera á toppnum en hefði viljað sjá sitt lið spila betur í dag.Gunnar Magnússon: Enn og aftur var vörnin stórkostleg „Að sjálfsögðu er ég sáttur, ótrúlegur leikur, frábær leikur. Enn og aftur var vörnin stórkostleg, markvarslan frábær og agaður sóknarleikur. Sama uppskrift og framhald af síðustu leikjum, þetta er fimmti sigurleikur okkar í röð,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var að vonum gríðarlega ánægður með sína menn. „Fyrir utan fyrri hálfleikinn gegn Stjörnunni, erum við búnir að vera að spila mjög vel, þannig að ég er ánægður með strákana,“ sagði Gunnar um þessa fimm leiki sem liðið hefur sigrað í röð. „Eina sem er neikvætt við þetta er að það er að koma jólafrí þegar við erum að komast í gang. Misstum Sindra út úr vörninni í byrjun tímabils og vorum lengi að ná vörninni aftur og erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta sem hefur skilað okkur stigum.“ „Ég hefði viljað taka nokkra leiki í viðbót fyrir jólafrí. Þetta lítur einfaldlega út en það er mikil vinna á bakvið þetta. Sérstaklega þegar við missum Sindra þá þurftum við að vinna í þessu betur.“ „Þegar við fáum markvörslu sem hefur verið í síðustu leikjum þá erum við helvíti erfiðir. Við förum sáttir í jólafríið en þetta er gott „motivation“ fyrir okkur að vinna vel í janúar,“ sagði Gunnar sáttur fyrir jólafríið.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti