Hraunið er nú alls 79,4 ferkílómetrar að stærð.Mynd/Jarðvísindastofnun
Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafa birt jólakort stofnunarinnar á Facebook-síðu sinni. Myndin sem er yfirlitsmynd af nýjasta hrauni landsins sem hefur verið breytt í jólasveinahúfu.
Hraunið er nú alls 79,4 ferkílómetrar að stærð, en til samanburðar má nefna að Eyjafjallajökull mælist 78 ferkílómetrar að stærð og Þingvallavatn 82 ferkílómetrar.