Skagamenn fengu liðsstyrk í dag er Ásgeir Marteinsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Hann kemur til liðs við félagið frá Fram þar sem hann spilaði þrettán leiki síðasta sumar.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, þekkir Ásgeir vel eftir að hafa þjálfað hann hjá HK sumarið 2013. Þá skoraði Ásgeir tíu mörk og lagði upp átta í 21 leik á sínu fyrsta heila tímabili í meistaraflokki. Hann var svo verðlaunaður sem efnilegasti leikmaður 2. deildar er lið HK vann deildina sumarið 2013.
Ásgeir er einn fjölmargra leikmanna sem hafa yfirgefið herbúðir Fram og verður áhugavert að fylgjast með honum á Skaganum.
Ásgeir samdi við ÍA

Mest lesið




Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn


Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti

Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn