„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:52 Stjarnan á enn eftir að fá sitt fyrsta stig í Bestu deild kvenna á tímabilinu. vísir/diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira