Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt Drífa Snædal og Harpa Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2014 13:14 Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar