„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 Beyoncé í leggings frá E-label til vinstri og Solange í kjól frá Ostwald Helgason til hægri. Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun. Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun.
Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira