„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 Beyoncé í leggings frá E-label til vinstri og Solange í kjól frá Ostwald Helgason til hægri. Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun. Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun.
Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira