Kaldar kveðjur til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 4. desember 2014 18:54 Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira