Starfsmenn stjórnarráðsins þekkja ekki siðareglurnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer fyrir ríkisstjórninni. Forveri hans samþykkti siðareglurnar. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum. Alþingi Lekamálið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira