Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 28-20 | Öruggt hjá Íslandsmeisturunum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. desember 2014 00:01 Vísir/Daníel Eyjamenn sigruðu Akureyringa með yfirburðum 28-20 í Vestmannaeyjum í dag. Frábær fyrri hálfleikur heimamanna lagði grunninn að sigrinum en vörn þeirra var ótrúleg.Sindri Haraldsson var kominn aftur inn í leikmannahóp Eyjamanna og er það augljóslega mjög gott fyrir liðið. Sindri kemur inn með þessa stemningu sem hefur oft á tíðum vantað. Það sást strax á upphafsmínútum leiksins hvort liðið myndi vinna en fyrsti þriðjungur leiksins var ótrúlegur. Allt virtist ganga upp hjá Eyjamönnum jafnt varnarlega og sóknarlega en ekkert hjá Akureyringum. Þó svo að mætingin hafa ekki verið frábær í upphafi leiks var stemningin mjög góð. Það hefur sýnt sig að þegar vörn Eyjamanna er svona góð fylgir stemningin ávallt með. Agnar Smári Jónsson er að komast í betra stand eftir meiðsli og sýndi mjög góða kafla í leiknum en hann tók ótrúlega mikið af skotum. Eftir fimmtán mínútna leik var staðan 7-2 og virtust gestirnir ekki hafa viljann til þess að koma til baka. Sóknarlega var voðalega lítið að frétta og létu þeir veiða sig í erfiðar stöður. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik leiddu heimamenn með sjö mörkum. Þá ákvað Tomas Olason, markvörður gestanna, að skipta í næsta gír en hann varði þá tíu skot áður en að fyrri hálfleik lauk. Í síðari hálfleik höfðu Eyjamenn ennþá öll völd á vellinum og ætluðu alls ekki að hleypa gestunum inn í leikinn. Hvað eftir annað hentu leikmenn gestanna boltanum beint í fang Eyjamanna og fengust þar auðveld hraðaupphlaup sem hafa verið aðalsmerki Eyjamanna undanfarin ár. Theodór Sigurbjörnsson var heiðraður fyrir leik þar sem hann hafði spilað hundrað leiki fyrir félagið en hann hélt upp á það með stórleik í dag. Theodór skoraði níu mörk og var besti leikmaður vallarins í dag. Á lokakaflanum tókst gestunum að saxa á forskotið en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð. Þau mörk dugðu skammt því að heimamenn voru einfaldlega alltof sterkir. Liðin hafa því sætaskipti í töflunni og taka Eyjamenn sér stöðu í fimmta sæti deildarinnar. Gunnar Magnússon: Getum unnið öll lið á góðum degi„Þetta var frábær leikur og ég er ánægður með strákana í dag. Við byrjum þetta af krafti og héldum þeim frá okkur allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir öruggan sigur á Akureyringum í dag. „Varnarlega var þetta mjög gott og markmennirnir voru góðir. Vörnin hefur verið fín síðustu leiki en tæknifeilarnir sóknarlega hafa verið að drepa okkur. Í dag vorum við hrikalega agaðir sóknarlega.“ Eyjamenn töpuðu þremur leikjum í röð en hafa nú unnið tvo síðustu gegn HK-ingum og nú Akureyringum. „Við getum unnið öll lið á góðum degi og getum líka tapað fyrir öllum. Við erum að reyna að vinna í því að fá stöðugleika sem er lykillinn að framhaldinu. „Það var gott að fá Sindra inn í þetta í dag og Aggi er að koma meira og meira inn í þetta. Auðvitað styrkir þetta hópinn,“ sagði Gunnar. Atli Hilmarsson: Tuttugu glataðir boltar segja ýmislegt„Það fór eiginlega allt úrskeiðis, þeir voru betri en við á öllum sviðum í dag. Ekki nóg með það að við værum að skipta vitlaust inn á heldur hvar sem var borið niður, þá voru þeir betri en við í öllu í dag,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, eftir vægast sagt ömurlegt tap í Vestmannaeyjum. „Við vorum með tuttugu glataða bolta í okkar sóknarleik sem segir ýmislegt. Þeir refsa okkur með hraðaupphlaupum og flestar sóknirnar okkar enda ekki með skotum, þar sem við erum að gefa þeim auðveld mörk.“ Akureyringar töpuðu einnig stórt gegn Valsmönnum um síðustu helgi. „Við erum að skora mjög fá mörk, það er eitthvað sem við verðum að bæta. Það er samt ýmislegt að og við þurfum að fara að vinna í því.“ „Á móti Val áttum við aldrei séns og í dag var það alveg eins, þetta er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Atli. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Eyjamenn sigruðu Akureyringa með yfirburðum 28-20 í Vestmannaeyjum í dag. Frábær fyrri hálfleikur heimamanna lagði grunninn að sigrinum en vörn þeirra var ótrúleg.Sindri Haraldsson var kominn aftur inn í leikmannahóp Eyjamanna og er það augljóslega mjög gott fyrir liðið. Sindri kemur inn með þessa stemningu sem hefur oft á tíðum vantað. Það sást strax á upphafsmínútum leiksins hvort liðið myndi vinna en fyrsti þriðjungur leiksins var ótrúlegur. Allt virtist ganga upp hjá Eyjamönnum jafnt varnarlega og sóknarlega en ekkert hjá Akureyringum. Þó svo að mætingin hafa ekki verið frábær í upphafi leiks var stemningin mjög góð. Það hefur sýnt sig að þegar vörn Eyjamanna er svona góð fylgir stemningin ávallt með. Agnar Smári Jónsson er að komast í betra stand eftir meiðsli og sýndi mjög góða kafla í leiknum en hann tók ótrúlega mikið af skotum. Eftir fimmtán mínútna leik var staðan 7-2 og virtust gestirnir ekki hafa viljann til þess að koma til baka. Sóknarlega var voðalega lítið að frétta og létu þeir veiða sig í erfiðar stöður. Þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik leiddu heimamenn með sjö mörkum. Þá ákvað Tomas Olason, markvörður gestanna, að skipta í næsta gír en hann varði þá tíu skot áður en að fyrri hálfleik lauk. Í síðari hálfleik höfðu Eyjamenn ennþá öll völd á vellinum og ætluðu alls ekki að hleypa gestunum inn í leikinn. Hvað eftir annað hentu leikmenn gestanna boltanum beint í fang Eyjamanna og fengust þar auðveld hraðaupphlaup sem hafa verið aðalsmerki Eyjamanna undanfarin ár. Theodór Sigurbjörnsson var heiðraður fyrir leik þar sem hann hafði spilað hundrað leiki fyrir félagið en hann hélt upp á það með stórleik í dag. Theodór skoraði níu mörk og var besti leikmaður vallarins í dag. Á lokakaflanum tókst gestunum að saxa á forskotið en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð. Þau mörk dugðu skammt því að heimamenn voru einfaldlega alltof sterkir. Liðin hafa því sætaskipti í töflunni og taka Eyjamenn sér stöðu í fimmta sæti deildarinnar. Gunnar Magnússon: Getum unnið öll lið á góðum degi„Þetta var frábær leikur og ég er ánægður með strákana í dag. Við byrjum þetta af krafti og héldum þeim frá okkur allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir öruggan sigur á Akureyringum í dag. „Varnarlega var þetta mjög gott og markmennirnir voru góðir. Vörnin hefur verið fín síðustu leiki en tæknifeilarnir sóknarlega hafa verið að drepa okkur. Í dag vorum við hrikalega agaðir sóknarlega.“ Eyjamenn töpuðu þremur leikjum í röð en hafa nú unnið tvo síðustu gegn HK-ingum og nú Akureyringum. „Við getum unnið öll lið á góðum degi og getum líka tapað fyrir öllum. Við erum að reyna að vinna í því að fá stöðugleika sem er lykillinn að framhaldinu. „Það var gott að fá Sindra inn í þetta í dag og Aggi er að koma meira og meira inn í þetta. Auðvitað styrkir þetta hópinn,“ sagði Gunnar. Atli Hilmarsson: Tuttugu glataðir boltar segja ýmislegt„Það fór eiginlega allt úrskeiðis, þeir voru betri en við á öllum sviðum í dag. Ekki nóg með það að við værum að skipta vitlaust inn á heldur hvar sem var borið niður, þá voru þeir betri en við í öllu í dag,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, eftir vægast sagt ömurlegt tap í Vestmannaeyjum. „Við vorum með tuttugu glataða bolta í okkar sóknarleik sem segir ýmislegt. Þeir refsa okkur með hraðaupphlaupum og flestar sóknirnar okkar enda ekki með skotum, þar sem við erum að gefa þeim auðveld mörk.“ Akureyringar töpuðu einnig stórt gegn Valsmönnum um síðustu helgi. „Við erum að skora mjög fá mörk, það er eitthvað sem við verðum að bæta. Það er samt ýmislegt að og við þurfum að fara að vinna í því.“ „Á móti Val áttum við aldrei séns og í dag var það alveg eins, þetta er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Atli.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira