Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2014 21:15 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira