Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Mosfellingar með frábæran endasprett Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 20. nóvember 2014 14:02 Vísir/Vilhelm Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks. Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin. Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag. Bæði lið ætluðu að keyra upp tempó-ið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu. Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum. Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld. „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“ „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum. Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli. „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“ Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina. „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“ „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira