Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 22-22 | Mögnuð endurkoma hjá FH Henry Birgir Gunnarsson í Schenker-höllinni skrifar 20. nóvember 2014 14:04 Vísir/Vilhelm FH-ingar neituðu að gefast upp þrátt fyrir mikið mótlæti gegn Haukum í kvöld og nældu í gott stig. Það var jafnræði með liðunum framan af en FH-ingar ívið beittari. Það var þó bara í rétt rúmar tíu mínútur. Þá komust þeir í 5-6 en síðan luku þeir keppni í hálfleiknum. Haukarnir tóku yfir leikinn og keyrðu yfir nágranna sína. Þeir unnu síðustu 19 mínútur leiksins 8-2 og leiddu í hálfleik, 13-8. Tjörvi Þorgeirsson fór á kostum í hálfleiknum. Nýtti öll sín þrjú skot og lagði upp fjölda marka með stórkostlegum sendingum. Morkunas einnig ölfugur í markinu með 50 prósent markvörslu. FH-ingar mættu mjög grimmir til síðari hálfleiks. Allt annað að sjá varnarleik liðsins og liðið fór að fá hraðaupphlaup loksins. Þeir hefðu líklega náð að jafna leikinn frekar snemma ef Ásbjörn hefði nýtt tvö víti sem hann fékk. FH-ingar oft á tíðum klaufar og sjálfum sér verstir. Þeir neituðu þó að gefast upp og héldu áfram að keyra á fullu gasi. Sem fyrr fengu þeir ótalfæri til þess að koma sér inn í leikinn en þá voru þeir áfram sjálfum sér verstir. Klúðruðu fleiri vítum, misstu boltann klaufalega og svona mætti áfram telja. Glugginn var alltaf að opnast en þeir neituðu að koma inn. Átta mínútum fyrir leikslok náðu þeir loksins að minnka muninn í eitt mark, 20-19, og hleypa alvöru spennu í leikinn. FH-ingar komust yfir fjórum mínútum fyrir leikslok er Haukar virtust vera að fara á taugum. Þeir gátu líka unnið leikinn skot Ísaks undir lokin fór í slána og niður. Árni Steinn jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki. Haukar mun betri í síðari en FH í þeim seinni. Glæsilegt hjá FH að koma til baka og ekki síst í ljósi þess að liðið klúðraði þrem vítum í síðari hálfleik og fór oft illa að ráði sínu. Liðið neitaði samt að gefast upp og uppskar eins og það sáði. Mikill styrkleiki hjá FH en að sama skapi virkar Haukaliðið afar brothætt. Liðið höndlar ekki mótlæti og mátti á endanum þakka fyrir að tapa ekki. Morkunas flottur í markinu og Tjörvi lengi vel frábær. Adam var óheppinn með skotin sín oft á tíðum og tók líka illa ígrunduð skot. Það er líka áhyggjuefni hversu lítið Árni Steinn er að finna sig. Leikmaður sem komst í landsliðshóp en er heillum horfinn. Hann bjargaði þó stiginu í lokin en getur mikið betur. Ásbjörn dró vagninn fyrir FH lengstum en fleiri stigu upp í síðari hálfleik. Þá var liðið miklu ákveðnara. Ágúst varði lykilbolta og Ísak var grimmur að sækja ólíkt því sem var í fyrri hálfleik. Daníel Matthíasson er minnsti og léttasti línumaður sem ég hef séð lengi en hann var grimmur og skilaði sínu. Gaman að sjá það.Ísak: Erum með frábært lið "Eins og staðan var í fyrri hálfleik þá var gott að fá punkt. En miðað við hvernig þetta spilaðist í seinni hálfleik þá áttum við að vinna þennan leik," sagði Ísak Rafnsson, skytta FH-inga. "Það var ógeðslega leiðinlegt að ná ekki að klára þetta í restina eftir allt puðið við að komast yfir. Það vantaði herslumuninn. Þetta er samt líklega sanngjörn niðurstaða miðað við hvernig hálfleikarnir spiluðust. Þeir betri í fyrri en við í seinni." FH-ingar sýndu magnað karakter með því að gefast aldrei upp. "Við erum með frábært handboltalið. Frábærir leikmenn og frábærir karakterar. Andri Berg fyrirliði var alveg ótrúlegur. Spilaði sóknarleik í síðasta leik sem hann hefur líklega ekki gert í svona 20 ár," sagði Ísak og hló. "Svo var hann magnaður í vörninni núna og reif okkur á fætur ásamt þjálfurunum." Ísak hefði getað klárað leikinn fyrir FH 50 sekúndum fyrir leikslok en skotið fór í slána og niður. "Sóknin var sett svona upp en því miður fór boltinn ekki inn. Eigum við ekki að segja að hann hafi verið blautur," sagði Ísak léttur.Patrekur: Er ekki að fara á taugum "Auðvitað er ég svekktur eftir frábæran fyrri hálfleik og ég fékk nákvæmlega þá sem ég óskaði eftir hjá strákunum," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. "Við gefum eftir í seinni hálfleik og ég er eðlilega óánægður með það. Við erum fimm mörkum yfir og auðvitað ræðir maður það við strákana að halda áfram eins og áður. Auðvitað áttum við klára leikinn en ég þakka fyrir stigið úr því sem komið var." Haukarnir urðu hræddir er FH sótti á þá. Þjálfarinn vill ekki meina að það sé endanlega skortur á sjálfstrausti heldur sé hann með ungt lið. "Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Maður er að byggja upp nýtt lið á hverju ári á Íslandi. Við misstum fjóra eldri menn núna og sjö árið þar á undan. Þá vorum við fljótari að aðlagast en núna tekur það lengri tíma. Ég hef engar áhyggjur af þessu því ég veit hvað þessir strákar geta," sagði Patrekur. "Það er karakter í þessum strákum. Við vorum lélegir á Akureyri en þeir svara fyrir sig í dag. Ég er ekkert að fara á taugum enda nóg eftir af mótinu." Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
FH-ingar neituðu að gefast upp þrátt fyrir mikið mótlæti gegn Haukum í kvöld og nældu í gott stig. Það var jafnræði með liðunum framan af en FH-ingar ívið beittari. Það var þó bara í rétt rúmar tíu mínútur. Þá komust þeir í 5-6 en síðan luku þeir keppni í hálfleiknum. Haukarnir tóku yfir leikinn og keyrðu yfir nágranna sína. Þeir unnu síðustu 19 mínútur leiksins 8-2 og leiddu í hálfleik, 13-8. Tjörvi Þorgeirsson fór á kostum í hálfleiknum. Nýtti öll sín þrjú skot og lagði upp fjölda marka með stórkostlegum sendingum. Morkunas einnig ölfugur í markinu með 50 prósent markvörslu. FH-ingar mættu mjög grimmir til síðari hálfleiks. Allt annað að sjá varnarleik liðsins og liðið fór að fá hraðaupphlaup loksins. Þeir hefðu líklega náð að jafna leikinn frekar snemma ef Ásbjörn hefði nýtt tvö víti sem hann fékk. FH-ingar oft á tíðum klaufar og sjálfum sér verstir. Þeir neituðu þó að gefast upp og héldu áfram að keyra á fullu gasi. Sem fyrr fengu þeir ótalfæri til þess að koma sér inn í leikinn en þá voru þeir áfram sjálfum sér verstir. Klúðruðu fleiri vítum, misstu boltann klaufalega og svona mætti áfram telja. Glugginn var alltaf að opnast en þeir neituðu að koma inn. Átta mínútum fyrir leikslok náðu þeir loksins að minnka muninn í eitt mark, 20-19, og hleypa alvöru spennu í leikinn. FH-ingar komust yfir fjórum mínútum fyrir leikslok er Haukar virtust vera að fara á taugum. Þeir gátu líka unnið leikinn skot Ísaks undir lokin fór í slána og niður. Árni Steinn jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki. Haukar mun betri í síðari en FH í þeim seinni. Glæsilegt hjá FH að koma til baka og ekki síst í ljósi þess að liðið klúðraði þrem vítum í síðari hálfleik og fór oft illa að ráði sínu. Liðið neitaði samt að gefast upp og uppskar eins og það sáði. Mikill styrkleiki hjá FH en að sama skapi virkar Haukaliðið afar brothætt. Liðið höndlar ekki mótlæti og mátti á endanum þakka fyrir að tapa ekki. Morkunas flottur í markinu og Tjörvi lengi vel frábær. Adam var óheppinn með skotin sín oft á tíðum og tók líka illa ígrunduð skot. Það er líka áhyggjuefni hversu lítið Árni Steinn er að finna sig. Leikmaður sem komst í landsliðshóp en er heillum horfinn. Hann bjargaði þó stiginu í lokin en getur mikið betur. Ásbjörn dró vagninn fyrir FH lengstum en fleiri stigu upp í síðari hálfleik. Þá var liðið miklu ákveðnara. Ágúst varði lykilbolta og Ísak var grimmur að sækja ólíkt því sem var í fyrri hálfleik. Daníel Matthíasson er minnsti og léttasti línumaður sem ég hef séð lengi en hann var grimmur og skilaði sínu. Gaman að sjá það.Ísak: Erum með frábært lið "Eins og staðan var í fyrri hálfleik þá var gott að fá punkt. En miðað við hvernig þetta spilaðist í seinni hálfleik þá áttum við að vinna þennan leik," sagði Ísak Rafnsson, skytta FH-inga. "Það var ógeðslega leiðinlegt að ná ekki að klára þetta í restina eftir allt puðið við að komast yfir. Það vantaði herslumuninn. Þetta er samt líklega sanngjörn niðurstaða miðað við hvernig hálfleikarnir spiluðust. Þeir betri í fyrri en við í seinni." FH-ingar sýndu magnað karakter með því að gefast aldrei upp. "Við erum með frábært handboltalið. Frábærir leikmenn og frábærir karakterar. Andri Berg fyrirliði var alveg ótrúlegur. Spilaði sóknarleik í síðasta leik sem hann hefur líklega ekki gert í svona 20 ár," sagði Ísak og hló. "Svo var hann magnaður í vörninni núna og reif okkur á fætur ásamt þjálfurunum." Ísak hefði getað klárað leikinn fyrir FH 50 sekúndum fyrir leikslok en skotið fór í slána og niður. "Sóknin var sett svona upp en því miður fór boltinn ekki inn. Eigum við ekki að segja að hann hafi verið blautur," sagði Ísak léttur.Patrekur: Er ekki að fara á taugum "Auðvitað er ég svekktur eftir frábæran fyrri hálfleik og ég fékk nákvæmlega þá sem ég óskaði eftir hjá strákunum," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. "Við gefum eftir í seinni hálfleik og ég er eðlilega óánægður með það. Við erum fimm mörkum yfir og auðvitað ræðir maður það við strákana að halda áfram eins og áður. Auðvitað áttum við klára leikinn en ég þakka fyrir stigið úr því sem komið var." Haukarnir urðu hræddir er FH sótti á þá. Þjálfarinn vill ekki meina að það sé endanlega skortur á sjálfstrausti heldur sé hann með ungt lið. "Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Maður er að byggja upp nýtt lið á hverju ári á Íslandi. Við misstum fjóra eldri menn núna og sjö árið þar á undan. Þá vorum við fljótari að aðlagast en núna tekur það lengri tíma. Ég hef engar áhyggjur af þessu því ég veit hvað þessir strákar geta," sagði Patrekur. "Það er karakter í þessum strákum. Við vorum lélegir á Akureyri en þeir svara fyrir sig í dag. Ég er ekkert að fara á taugum enda nóg eftir af mótinu."
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira