Mikil völd en engin ábyrgð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“ Lekamálið Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“
Lekamálið Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira