Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 29-27 | Sterkur sigur hjá ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 27. nóvember 2014 15:22 Ásbjörn Stefánsson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti