Handbolti

Einstefna í Digranesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Theodór var markahæstur í liði ÍBV með 11 mörk í dag.
Theodór var markahæstur í liði ÍBV með 11 mörk í dag. Vísir/valli
Staða HK í Olís-deild karla í handbolta versnar enn, en í dag tapaði liðið með sex marka mun, 24-30, fyrir Íslandsmeisturum ÍBV á heimavelli.

Tölurnar gefa þó ekki rétta mynd af leiknum því Eyjamenn höfðu mikla yfirburði allt frá fyrstu mínútu.

Efir 20 mínútna leik var staðan 3-13, gestunum í vil, en staðan í hálfleik var 7-18.

Eyjamenn héldu áfram að bæta við forskotið og eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn tólf mörk, 11-23.

HK-ingar sýndu smá lit á lokakaflanum og náðu að saxa á forskot gestanna, þótt sigurinn væri aldrei í hættu.

Lokatölur 24-30, með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sætið en HK er eitt og yfirgefið á botninum með aðeins fjögur stig.

Markaskorarar HK:

Leó Snær Pétursson 7, Guðni Már Kristinsson 5, Þorkell Magnússon 3, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Valdimar Sigurðsson 2, Andri Þór Helgason 1, Björn Þórsson Björnsson 1, Aron Gauti Óskarsson 1, Garðar Svansson 1, Þorgrímur Smári Ólafsson 1.

Markaskorarar ÍBV:

Theodór Sigurbjörnsson 11, Guðni Ingvarsson 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Einar Sverrisson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Magnús Stefánsson 1, Grétar Eyþórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×