Kemur kjarnanum vel til skila 10. nóvember 2014 16:00 Pálína segir bókina fulla af húmor og manngæsku. Hún kemur kjarna núvitundarfræðanna vel til skila. MYND/VILHELM Áhugi á núvitund eða „mindfulness“ fer sívaxandi um heim allan en aðferðin er mikið notuð í íþróttum, stjórnunarfræðum, skóla- og heilbrigðiskerfi svo dæmi séu nefnd. Bókin Núvitund – Leitaðu inn á við er nýkomin út hjá Forlaginu í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Hún er eftir Chade-Meng Tan, einn af frumkvöðlum Google. Bókin spratt upp úr vinsælu námskeiði sem haldið hefur verið hjá Google um árabil. Það hefur vakið mikla athygli og gjörbreytt lífi margra þátttakenda, bæði í starfi og einkalífi. Chade-Meng Tan var falið að þróa aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. „Þetta gerði hann með æfingum í hugleiðslu sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði, gleði og skarpari hugsun,“ segir á bókarkápu. Sálfræðingurinn og núvitundarkennarinn Pálína Erna Ásgeirsdóttir hefur hellt sér út í núvitundarfræði á síðustu árum og hlotið kennaraþjálfun í Mindfulness Based Stress Reduction (MBSR) hjá Jon Kabat-Zinn, upphafsmanni „mindfulness“. Chade-Meng Tan hefur hlotið sömu þjálfun. Pálína las bókina hans á ensku og fagnar útkomu hennar á íslensku.Auðlesin og full af húmor „Þetta er auðlesin og skemmtileg bók, full af húmor og manngæsku. Hún kemur kjarnanum vel til skila og sýnir hvernig hægt er að laga fræðin að hinum ýmsu aðstæðum.“ En hvað er núvitund? „Ég hef notað skilgreiningu Jon Kabat-Zinn og held að flestir aðhyllist hana. Hún er á þessa leið: „Núvitund snýst um að vera meðvitaður á sérstakan hátt um það sem er að gerast á meðan það er að gerast, án þess að dæma það.“ Pálína segir þörf á öllum þessum orðum til að útskýra hugtakið. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því hvað það hefur verið erfitt að sameinast um eitt orð. Hér á Íslandi hefur verið notast við gjörhygli, árvekni, vakandi athygli og vakandi hug. Ég held þó að flestir séu að reyna að hópa sig um Núvitund.“ Núvitundarmiðuð meðferð Pálína segir núvitundarfræðina góða viðbót við sálfræðina. „Ég hef að hluta til notað núvitundarmiðaða meðferð. Mér finnst hún gagnast þeim sem eru að takast á við krísur og andlegan vanda. Þá er mikilvægt að vera svolítið meðvitaður um hvað er að gerast á meðan það er að gerast til að geta brugðist öðruvísi við en út frá gamla vananum,” útskýrir Pálína.Bætt lífsgæði og einbeiting Pálína segir aðferðina líka spennandi fyrir fólk sem vill auka lífsgæði sín, bæta einbeitingu og njóta ferðarinnar í gegnum lífið. „Ég tala nú ekki um á okkar tímum þegar flestir upplifa aukið áreiti samfara notkun á hinum ýmsu snjalltækjum. Við erum alltaf í einhvers konar samskiptum og þá er auðvelt að týna sjálfum sér.“ Pálína segir að sýnt hafi verið fram á að núvitundaræfingar dragi úr streitu og geti minnkað kvíða og depurð. „Líf mitt hefur breyst mikið eftir að ég tileinkaði mér núvitund. Ég var streitubolti en geri bæði formlegar og óformlegar núvitundaræfingar á hverjum degi og líki lífinu fyrir og eftir ekki saman.” Sálfræðingurinn Margrét Arnljótsdóttir skrifar formála í bókina, en hún hefur haldið fjölmörg námskeið um núvitund hér á landi. Hún er í Alúð, félagi um núvitund og vakandi athygli, sem um helgina heldur námstefnu um hugrækt og núvitund á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á námstefnunni verður meðal annars fjallað um bók Chade-Meng Tan og notkun núvitundar í íslensku atvinnulífi, heilbrigðiskerfi, skólum og fangelsum svo dæmi séu nefnd. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Áhugi á núvitund eða „mindfulness“ fer sívaxandi um heim allan en aðferðin er mikið notuð í íþróttum, stjórnunarfræðum, skóla- og heilbrigðiskerfi svo dæmi séu nefnd. Bókin Núvitund – Leitaðu inn á við er nýkomin út hjá Forlaginu í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Hún er eftir Chade-Meng Tan, einn af frumkvöðlum Google. Bókin spratt upp úr vinsælu námskeiði sem haldið hefur verið hjá Google um árabil. Það hefur vakið mikla athygli og gjörbreytt lífi margra þátttakenda, bæði í starfi og einkalífi. Chade-Meng Tan var falið að þróa aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. „Þetta gerði hann með æfingum í hugleiðslu sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði, gleði og skarpari hugsun,“ segir á bókarkápu. Sálfræðingurinn og núvitundarkennarinn Pálína Erna Ásgeirsdóttir hefur hellt sér út í núvitundarfræði á síðustu árum og hlotið kennaraþjálfun í Mindfulness Based Stress Reduction (MBSR) hjá Jon Kabat-Zinn, upphafsmanni „mindfulness“. Chade-Meng Tan hefur hlotið sömu þjálfun. Pálína las bókina hans á ensku og fagnar útkomu hennar á íslensku.Auðlesin og full af húmor „Þetta er auðlesin og skemmtileg bók, full af húmor og manngæsku. Hún kemur kjarnanum vel til skila og sýnir hvernig hægt er að laga fræðin að hinum ýmsu aðstæðum.“ En hvað er núvitund? „Ég hef notað skilgreiningu Jon Kabat-Zinn og held að flestir aðhyllist hana. Hún er á þessa leið: „Núvitund snýst um að vera meðvitaður á sérstakan hátt um það sem er að gerast á meðan það er að gerast, án þess að dæma það.“ Pálína segir þörf á öllum þessum orðum til að útskýra hugtakið. „Það er meðal annars ástæðan fyrir því hvað það hefur verið erfitt að sameinast um eitt orð. Hér á Íslandi hefur verið notast við gjörhygli, árvekni, vakandi athygli og vakandi hug. Ég held þó að flestir séu að reyna að hópa sig um Núvitund.“ Núvitundarmiðuð meðferð Pálína segir núvitundarfræðina góða viðbót við sálfræðina. „Ég hef að hluta til notað núvitundarmiðaða meðferð. Mér finnst hún gagnast þeim sem eru að takast á við krísur og andlegan vanda. Þá er mikilvægt að vera svolítið meðvitaður um hvað er að gerast á meðan það er að gerast til að geta brugðist öðruvísi við en út frá gamla vananum,” útskýrir Pálína.Bætt lífsgæði og einbeiting Pálína segir aðferðina líka spennandi fyrir fólk sem vill auka lífsgæði sín, bæta einbeitingu og njóta ferðarinnar í gegnum lífið. „Ég tala nú ekki um á okkar tímum þegar flestir upplifa aukið áreiti samfara notkun á hinum ýmsu snjalltækjum. Við erum alltaf í einhvers konar samskiptum og þá er auðvelt að týna sjálfum sér.“ Pálína segir að sýnt hafi verið fram á að núvitundaræfingar dragi úr streitu og geti minnkað kvíða og depurð. „Líf mitt hefur breyst mikið eftir að ég tileinkaði mér núvitund. Ég var streitubolti en geri bæði formlegar og óformlegar núvitundaræfingar á hverjum degi og líki lífinu fyrir og eftir ekki saman.” Sálfræðingurinn Margrét Arnljótsdóttir skrifar formála í bókina, en hún hefur haldið fjölmörg námskeið um núvitund hér á landi. Hún er í Alúð, félagi um núvitund og vakandi athygli, sem um helgina heldur námstefnu um hugrækt og núvitund á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á námstefnunni verður meðal annars fjallað um bók Chade-Meng Tan og notkun núvitundar í íslensku atvinnulífi, heilbrigðiskerfi, skólum og fangelsum svo dæmi séu nefnd.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira