Sendiráðin í eigu erlendra ríkja metin á rúman milljarð Kjartan Atli Kjartansson og Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:11 Hér má sjá nokkur af sendiráðunum hér á landi. Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf. Hús og heimili Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf.
Hús og heimili Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira