Kobe skoraði 44 stig en Lakers tapaði fjórða leiknum í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Kobe Bryant skorar og skorar en Lakers tapar og tapar. vísir/getty Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu: NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu:
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira