Kobe skoraði 44 stig en Lakers tapaði fjórða leiknum í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Kobe Bryant skorar og skorar en Lakers tapar og tapar. vísir/getty Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu: NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Eins og flestir bjuggust við getur Los Angeles Lakers ekkert við upphaf nýrrar leiktíðar í NBA-deildinni í körfubolta, en þetta mikla stórveldi tapaði í nótt á heimavelli fyrir Golden State Warriors, 136-115. Þetta er fjórða tap liðsins í röð og þá er það aðeins búið að vinna einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni. Vitað var að tímabilið yrði erfitt fyrir Lakers sem er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Kobe Bryant heldur áfram að skora og skora þó það skili engum sigrum í hús. Hann skoraði 44 stig fyrir Lakers í nótt og miðherjinn Jordan Hill skilaði af sér ágætri tvennu með 15 stigum og 11 fráköstum. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, átti stórleik fyrir sína menn í nótt og skoraði 30 stig auk þess sem hann gaf 15 stoðsendingar. Þá allra fallegustu má sjá í einum af myndböndunum hér neðst í fréttinni. Golden State í flottum málum með átta sigra og tvö töp í toppbaráttu vesturdeildarinnar.J.R. Smith var stigahæstur hjá Knicks ásamt Melo.vísir/gettyOklahoma City er áfram í vandræðum þar sem tveir bestu leikmenn liðsins; Kevin Durant og Russell Westbrook, eru báðir meiddir. Liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 69-65, á heimavelli í nótt og er aðeins búið að vinna þrjá sigra af ellefu á meðan Houston er búið að vinna níu af tíu leikjum sínum til þessa. James Harden var stigahæstur Houston-liðsins og gældi við þrefalda tvennu, en hann skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók 9 fráköst. Patrick Beverley og Dwight Howard skoruðu báðir 12 stig og tóku samtals 17 fráköst. Eftir sjö tapleiki í röð vann New York Knicks loksins aftur leik, en það hafði betur gegn Denver Nuggets á heimavelli, 109-93. J.R. Smith og Carmelo Anthony skoruðu báðir 28 stig fyrir New York sem vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni áður en sjö leika taphrinan tók við. Arron Afflalo skoraði 18 stig fyrir New York. Þá vann Milwaukee Bucks sterkan útisigur á Miami Heat, 91-84, þar sem Brandon Knight var í stuði fyrir gestina og skoraði 20 stig en Mario Chalmers skoraði 18 stig fyrir Miami.Úrslit næturinnar: New York Knicks - Denver Nuggets 109-93 Miami Heat - Milwaukee Bucks 84-91 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 65-69 Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 115-136Það helsta úr leik New York og Denver: Dwight Howard með tröllatroðslu: Steph Curry með stoðsendingu upp á tíu:
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira