Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 14:04 Gísli Freyr óskaði eftir upplýsingum sem Sigríður afhenti um skjólstæðing Stefáns. Vísir Lögmaður Tony Omos segist hugsi yfir því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hafi látið Gísla Frey Valdórssyni, pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í té upplýsingar um rannsókn á skjólstæðingi sínum. Hann segist vilja sjá við hvaða lagaheimild Sigríður styðst þegar hún segist hafa átt að veita Gísla Frey upplýsingarnar. „Það er til skoðunar hjá skjólstæðingi mínum að kalla eftir upplýsingum um það hvernig þessum upplýsingum er komið á milli aðila,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos.Taldi sig verða að veita upplýsingarnar Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu sinni í gær um samskipti sín við Gísla Frey að hún hefði afhent honum gögn um hælisleitandann Tony Omos eftir að hann fór þess á leit. Það gerði hún daginn sem fréttir birtust í tveimur fjölmiðlum sem byggðu á trúnaðarupplýsingum sem Gísli Freyr lak. „Á þessum tíma voru, eins og algengt er, töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál, enda ber embættinu að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar er það óskar,“ segir í yfirlýsingu hennar. Samkvæmt Gísla Frey hafði hann ekki upplýst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um símtölin og segist einnig ekki hafa beðið um gögnin að beiðni hennar. Sé það rétt var það því ekki ráðherra sem vildi upplýsingar um málið.Vilhjálmur gerir málið að umtalsefni á Facebook.Vísir / GVAUm lögbrot að ræða? Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gerir einnig athugasemdir við upplýsingagjöf lögreglunnar en hann segir að lögreglustjóranum hafi verið fullkomlega óheimilt að veita pólitískt ráðnum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingarnar. „Lögreglustjóri hefur enga heimild til þess að upplýsa innanríkisráðuneytið um einstök sakamál sem eru til rannsóknar innan embættisins. Ef ráðuneytið telur sig þurfa slíkar upplýsingar í tengslum við ákveðin mál þá fer það eftir formlegum leiðum og er síðan metið hvort og þá hvernig upplýsingarnar eru veittar,“ segir Vilhjálmur. „Það er af og frá að slík upplýsingagjöf fari fram með óformlegum hætti til pólitískt skipaðs aðstoðarmanns ráðherra. Með þessu er lögreglustjórinn meðal annars að brjóta þagnarskylduákvæði almennra hegningarlaga og eftir atvikum lögreglulaga,“ segir hann og vísar í 136. grein hegningarlaga. Sú grein kveður á um að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að einu ári. Sé brotið framið til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum, samkvæmt lögunum. Fleiri lögmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á málinu án þess að vilja koma fram undir nafni.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir / StefánHlutverk ríkislögreglustjóraRíkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra, sem er eftir sem áður æsti yfirmaður lögreglumála, samkvæmt lögunum. Lögreglustjórar í lögregluumdæmum landsins, þar með talið á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, heyra því undir ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögreglulögum er það hlutverk ríkislögreglustjóra „að láta ráðherra í té upplýsingar um hvers konar lögreglumálefni sem hann getur notað til að undirbúa og byggja ákvarðanir sínar á“, eins og það er orðað. Ekki fengust neinar upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra um hvernig samskiptum ráðuneytis og lögreglunnar er háttað, hvort um það gildi sérstakar reglur eða viðmið. Vísaði starfsmaður embættisins þess í stað á dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur verið upptekinn á fundum þegar Vísir hefur reynt að ná tali af honum.Vill ekki tjá sig Sigríður Björk, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. „Ég vil ekki tjá mig neitt meira um þetta,“ sagði hún þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við þessum vangaveltum um upplýsingagjöf til aðstoðarmanns ráðherra. Lögreglustjórinn sagði þó að ráðuneytið fengi þær upplýsingar sem það bæði um. „Það bara þannig að þegar ráðuneytið biður um einhverjar upplýsingar þá er það gert,“ sagði hún. Lekamálið Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Lögmaður Tony Omos segist hugsi yfir því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hafi látið Gísla Frey Valdórssyni, pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í té upplýsingar um rannsókn á skjólstæðingi sínum. Hann segist vilja sjá við hvaða lagaheimild Sigríður styðst þegar hún segist hafa átt að veita Gísla Frey upplýsingarnar. „Það er til skoðunar hjá skjólstæðingi mínum að kalla eftir upplýsingum um það hvernig þessum upplýsingum er komið á milli aðila,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos.Taldi sig verða að veita upplýsingarnar Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu sinni í gær um samskipti sín við Gísla Frey að hún hefði afhent honum gögn um hælisleitandann Tony Omos eftir að hann fór þess á leit. Það gerði hún daginn sem fréttir birtust í tveimur fjölmiðlum sem byggðu á trúnaðarupplýsingum sem Gísli Freyr lak. „Á þessum tíma voru, eins og algengt er, töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál, enda ber embættinu að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar er það óskar,“ segir í yfirlýsingu hennar. Samkvæmt Gísla Frey hafði hann ekki upplýst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um símtölin og segist einnig ekki hafa beðið um gögnin að beiðni hennar. Sé það rétt var það því ekki ráðherra sem vildi upplýsingar um málið.Vilhjálmur gerir málið að umtalsefni á Facebook.Vísir / GVAUm lögbrot að ræða? Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gerir einnig athugasemdir við upplýsingagjöf lögreglunnar en hann segir að lögreglustjóranum hafi verið fullkomlega óheimilt að veita pólitískt ráðnum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingarnar. „Lögreglustjóri hefur enga heimild til þess að upplýsa innanríkisráðuneytið um einstök sakamál sem eru til rannsóknar innan embættisins. Ef ráðuneytið telur sig þurfa slíkar upplýsingar í tengslum við ákveðin mál þá fer það eftir formlegum leiðum og er síðan metið hvort og þá hvernig upplýsingarnar eru veittar,“ segir Vilhjálmur. „Það er af og frá að slík upplýsingagjöf fari fram með óformlegum hætti til pólitískt skipaðs aðstoðarmanns ráðherra. Með þessu er lögreglustjórinn meðal annars að brjóta þagnarskylduákvæði almennra hegningarlaga og eftir atvikum lögreglulaga,“ segir hann og vísar í 136. grein hegningarlaga. Sú grein kveður á um að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að einu ári. Sé brotið framið til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum, samkvæmt lögunum. Fleiri lögmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á málinu án þess að vilja koma fram undir nafni.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir / StefánHlutverk ríkislögreglustjóraRíkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra, sem er eftir sem áður æsti yfirmaður lögreglumála, samkvæmt lögunum. Lögreglustjórar í lögregluumdæmum landsins, þar með talið á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, heyra því undir ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögreglulögum er það hlutverk ríkislögreglustjóra „að láta ráðherra í té upplýsingar um hvers konar lögreglumálefni sem hann getur notað til að undirbúa og byggja ákvarðanir sínar á“, eins og það er orðað. Ekki fengust neinar upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra um hvernig samskiptum ráðuneytis og lögreglunnar er háttað, hvort um það gildi sérstakar reglur eða viðmið. Vísaði starfsmaður embættisins þess í stað á dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur verið upptekinn á fundum þegar Vísir hefur reynt að ná tali af honum.Vill ekki tjá sig Sigríður Björk, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. „Ég vil ekki tjá mig neitt meira um þetta,“ sagði hún þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við þessum vangaveltum um upplýsingagjöf til aðstoðarmanns ráðherra. Lögreglustjórinn sagði þó að ráðuneytið fengi þær upplýsingar sem það bæði um. „Það bara þannig að þegar ráðuneytið biður um einhverjar upplýsingar þá er það gert,“ sagði hún.
Lekamálið Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira