Fótbolti

Atli sótti um hjá Motherwell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Atli Eðvaldsson er í hópi þeirra sem sótt hafa um stöðu knattspyrnustjóra Motherwell í skosku úrvalsdeildinni.

Þetta kemur fram í Scottish Sun í dag en meðal annarra þekktra þjálfara sem sækjast eftir starfinu eru Billy McKinlay, Jimmy Floyd Hasselbaink og Csaba Laszlo.

McCall sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins eftir að Motherwell hafði tapað fimm leikjum í röð í skosku úrvalsdeildinni.

Motherwell hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili en hefur unnið aðeins tvo af fyrstu tólf leikjum sínum í haust og er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Atli starfaði síðast sem þjálfari Aftureldingar í 2. deild karla en hann hefur á 20 ára ferli þjálfað HK, ÍBV, Fylki, KR, Þrótt, Val, Reyni Sandgerði og íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×